top of page

Gaffall - 50 tíma þjónusta
Lower leg þjónusta er fyrirbyggjandi aðgerð á göfflum og dempurum.

Samkvæmt ráðleggingum helstu framleiðenda eins og Fox og RockShox er mælt með að sinna reglulegu viðhaldi á fjöðrun eftir hverjar 50 klukkustundir í notkun. Því meira sem þú hjólar, því mikilvægara er að halda reglulegri þjónustu. Við bjóðum upp á 50 klst þjónustu sem er fyrirbyggjandi viðhald og framkvæmt beint á verkstæðinu okkar. Ef fjöðrunin hefur verið notuð lengur en 50 klst án viðhalds, gæti verið nauðsynlegt að fara í heildaruppgerð, svokallaða 200 klst þjónustu.
bottom of page